Skipið situr fast á um 50 metra kafla

Myndina tók Guðmundur St. Valdimarsson í morgun þegar mengunarvarnargirðiing var dregin út. MYND AF VEF LANDHELGISGÆSLUNNAR
Myndina tók Guðmundur St. Valdimarsson í morgun þegar mengunarvarnargirðiing var dregin út. MYND AF VEF LANDHELGISGÆSLUNNAR

Áhöfnin á varðskipinu Freyju kom í morgun mengunarvarnargirðingu fyrir umhverfis flutningaskipið Wilson Skaw sem strandaði á Húnaflóa í gær. Í frétt á vef Landhelgisgæslunnar kemur fram að engin merki séu um olíuleka frá skipinu en búnaðinum er komið fyrir til að gæti fyllsta öryggis. Kafarar Landhelgisgæslunnar köfuðu að skipinu í gær.

„Þar sást að skipið situr fast á um 50 metra kafla og ljóst að það verður ekki fært af strandstað fyrr en í fyrsta lagi eftir einhverja daga. Útgerð skipsins útbýr núna björgunaráætlun eins og lög kveða á um en áhöfnin á Freyju er til taks á svæðinu til að grípa inn í ef þörf krefur. Veður á svæðinu er gott.“

Allar líkur eru á því að létta þurfi skipið áður en ráðist verði í björgun þess. Um borð í skipinu eru tæplega 2000 tonn af salti og 195 tonn af olíu.

Heimild: lhg.is

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir