Skíðavinir geta skellt sér á skíði í Stólnum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Íþróttir
20.11.2021
kl. 11.38
Það er opið uppi á skíðasvæði Tindastóls í dag. Í tilkynningu á Facebook-síðu skíðadeildar Tindastóls í morgun segir að neðri lyftan verði opin frá kl. 10-16. „Hér er fínasta veður, lítilsháttar snjókoma og 3 m/s. Göngubraut verður lögð klukkan 10,“ segir í tilkynningunni.
Skiðavinir eru beðnir um að fylgja sóttvörnum á svæðinu, gæta þarf 1 metra nándarreglu og grimuskylda þar sem ekki er hægt að að tryggja hana. Grímuskylda er í skíðaskála.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.