Skákfélag Sauðárkróks í þriðju deild
Íslandsmóti skákfélaga 2016-2017 lauk um helgina, í Rimaskóla í Grafarvogi en fyrri hluti mótsins fór fram um mánaðarmótin september - október sl. Eftir fyrri umferð sat sveit Skákfélags Sauðárkróks í öðru sæti í fjórðu deild og og hélt því eftir viðureignir helgarinnar og vann sig þar með upp í þá þriðju.
Á heimasíðu Skákfélag Sauðárkróks segir að þetta sé í annað skiptið á þessari öld sem félagið færist upp í 3. deild en það gerðist einnig eftir tímabilið 2010-2011. Tvö næstu mót á eftir tefldi sveitin í þriðju deild, en féll þá aftur niður í þá fjórðu.
Þeir sem tefldu fyrir Skákfélagið í keppninni nú voru: Jón Arnljótsson, Birgir Örn Steingrímsson, Pálmi Sighvatsson, Unnar Ingvarsson, Þór Hjaltalín, Árni Þór Þorsteinsson, Hörður Ingimarsson, Baldvin Kristjánsson, Magnús Björnsson og Guðmundur Gunnarsson.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.