Skagfirsk ættaður Björgvin Kári Íslandsmeistari í 600 metra hlaupi

Björgvin Kári Íslandsmeistari í 600 metra hlaupi 12 ára pilta. Mynd aðsend.
Björgvin Kári Íslandsmeistari í 600 metra hlaupi 12 ára pilta. Mynd aðsend.

Feykir sagði frá góðum árangri krakka af Norðurlandi vestra á Meistaramóti Íslands 11-14 ára sem fram fór í Reykjavík um síðustu helgi. Skemmtilegt að geta bætt því við að Björgvin Kári Jónsson, sem ættaður er úr Skagafirði, náði einnig frábærum árangri þar sem hann komst á pall í öllum þeim greinum sem hann tók þátt í og varð íslandsmeistari í 600m hlaupi 12 ára pilta.

Björgvin Kári keppir fyrir ÍR en hann háði harða baráttu við Húnvetningana Valdimar Loga Guðmannsson, sem vann allar sínar greinar, og Aron Örn Ólafsson, sem varð sæti ofar en Björgvin í kúluvarpi sem endaði í þriðja sæti. Björgvin Kári náði öðru sæti í hástökki og langstökki 12 ára pilta, en Íslandsmeistaratitillinn varð hans í 600 metra hlaupi á tímanum 1:58,31. Þar varð Aron Örn í öðru sæti.

Þannig fór að Björgvin Kári og félagar hans í ÍR unnu liðakeppnina 12 ára drengja

Tenging Björgvins Kára við Skagafjörðinn er þannig að móðir hans Harpa Þöll er dóttir Gísla Halldórssonar dýralæknis, og Jónínu Hallsdóttur hjúkrunarfræðingi úr Varmahlíð, sem bjuggu lengi í Skagafirði.
Til hamingju Björgvin Kári.

Úrslit mótsins má sjá HÉR

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir