Skagfirðingabúð hvetur fólk til þess að gleðja aðra
feykir.is
Skagafjörður
05.12.2008
kl. 09.38
Það voru frændsystkinin Árni
Kristinsson, verslunarstjóri, og Þuríður Kr. Þorbergsdóttir í Glaumbæ, sem nú í haust fengu þá hugmynd að safna jólapökkum undir jólatré í Skaffó, til að gefa börnum sem hugsanlega fengju annars ekki margar gjafir.Hugmyndin góða varð að veruleika og er nú samvinnuverkefni kirkjunnar og Skagfirðingabúðar. Tekið verður á móti jólagjöfum í Skagfirðingabúð til barna á aldrinum 0 - 14 ára og er hægt að fá á staðnum merkimiða sem segir til um kyn og aldur móttakanda. Er síðasta skiladagur gjafanna 13. desember. Hægt verður að leita til sóknarpresta í Skagafirði um gjafir en það sem ekki verður gefið hér á svæðinu fer til hjálparstofnanna innanlands.
Er þetta samvinnuverkefni kirkjunnar og Skagfirðingabúðar.
Væri ekki fínt að taka mynd af þeim við tréð og minna á það
í Feyki að söfnuninni lýkur þann 13. des?
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.