Skagafjörður vill öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra að borðinu um málefni fatlaðs fólks
Sveitarfélagið Skagafjörður er reiðubúið til að endurnýja samning við öll sveitarfélög á Norðurlandi vestra um samstarf um þjónustu við fatlað fólk á öllu svæðinu eftir því sem fram kemur í fundargerð sveitarstjórnar Svf. Skagafjarðar í síðustu viku. Áður hafði byggðarráð Svf. Skagafjarðar ákveðið að draga sig út úr samstarfinu þar sem ljóst var að Húnaþing hugðist gera það einnig.
„Samstarf þetta hefur verið í gildi sl. 20 ár og verið farsælt. Ábyrgð sveitarfélaganna í málaflokknum er ríkuleg gagnvart fötluðu fólki á svæðinu sem þarf á þjónustunni að halda,“ segir í fundargerðinni.
Þar segir einnig að þjónusturáðið leggi áherslu á að þjónustuþegar á svæðinu finni sem minnst fyrir þeirri breytingu sem nýtt fyrirkomulag hafi í för með sér og telji mikilvægt að unnið verði faglega að úrlausn mála þannig að yfirfærslan verði þjónustuþegum farsæl.
„Þjónusturáðið leggur til við sveitarstjórnir viðkomandi sveitarfélaga að skipaður verði starfshópur með fulltrúum allra sveitarfélaga til að vinna að yfirfærslu verkefna og þjónustu.“
Tengdar fréttir:
Endurnýjar ekki samning um málefni fatlaðs fólks
Skagafjörður ætlar ekki að endurnýja samstarfssamning um málefni fatlaðra
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.