Skagfirðingar tilbúnir til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu

Úkraínski fáninn blaktir við hún við Ráðhús Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Mynd: PF.
Úkraínski fáninn blaktir við hún við Ráðhús Sveitarfélagsins Skagafjarðar. Mynd: PF.

Sveitarstjórn Sveitarfélagsins Skagafjarðar ítrekar fordæmingu á innrás Rússa í Úkraínu og brot þeirra á sjálfstæði og sjálfræði úkraínsku þjóðarinnar en  byggðarráð hafði áður fordæmt innrásina harðlega. Sveitarfélagið Skagafjörður lýsti á fundi sínum í gær yfir vilja sínum til að taka á móti flóttafólki frá Úkraínu og fól sveitarstjóra að vera í sambandi við flóttamannanefnd til að koma þeim vilja á framfæri, afla frekari upplýsinga um samninga um móttöku flóttamanna og stilla saman strengi með stjórnvöldum.

Sveitarfélagið ákvað jafnframt að kanna mögulegt framboð húsnæðis fyrir flóttamenn í sveitarfélaginu og auglýsa m.a. eftir slíku húsnæði frá einkaaðilum og félagasamtökum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir