Silfurtenórinn hugljúfi lætur af einsöng

Sigfús Pétursson ásamt Jóni Sigurðssyni, formanni Heimis.

Árshátíð Karlakórsins Heimis var haldin laugardaginn 9. maí í Menningarhúsinu Miðgarði að viðstöddu fjölmenni. Til menningarsögulegra viðburða verður að teljast að silfurtenórinn hugljúfi, Sigfús Pétursson úr Álftagerði, sem svifið hefur áfram veginn og hærra en flestir aðrir söngfuglar, hyggst nú láta af einsöng, sem hann hefur iðkað lengur og oftar en aðrir sem lagt hafa Heimi lið. Var hann heiðraður sérstaklega og hylltur vel. 

 

 

Margir voru heiðraðir á árshátíð Heimis.

 Kapparnir þöndu raddböndin fyrir gesti sína, 2. tenór glóðarsteikti lambalæri og framdi ýmsa skemmtigjörninga byggða á innhverfri nafla- og söguskoðun kórlima sem ekki reyndust óglaðir hver með annan frekar en fyrri daginn. Nokkrir meðlimir voru sæmdir nýju gullmerki fyrir langa og dygga þjónustu við félagsskapinn, m.a. Páll Dagbjartsson fyrrum formaður kórsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir