Sigursælir Húnvetningar á frjálsíþróttamóti UFA og Norðlenska
Akureyrarmót UFA og Norðlenska var haldið í Boganum laugardaginn 23. apríl sl. Boðið var upp á þrautabraut fyrir 9 ára og yngri, en keppt var í flokkum frá 10-11 ára upp í karla- og kvennaflokk. Fjöldi keppenda komu af Norðurlandi vestra og átti USAH 42 keppendur, en keppendur sambandsins unnu flest verðlaun liða á mótinu.
Á Facebook-síðu frjálsíþróttadeildar Hvatar á Blönduósi kemur fram að frá þeim hafi komið 30 keppendur sem kepptu undir merkjum USAH.
„Ellefu vaskir krakkar 9 ára og yngri kepptu í þrautabraut sem var fjölbreytt og skemmtileg að vanda og 19 krakkar á aldrinum 10-16 ára spreyttu sig í hinum ýmsum greinum. Umf. Hvöt hreppti 34 verðlaun, 16 gull, 11 silfur og 6 brons. Gaman að segja frá því að
Steinunn Hulda og Berglind Birta fóru norður á föstudeginum með 13 krakka. Byrjar var að fara á æfingu í blíðskapar veðri á útivelli UFA, þá var skolað af sér í sundlaug Akureyrar en þar voru farnar ófáar ferðir í rennibrautirnar. Því næst var skundað í hlaðborð á Verksmiðjunni og endað á náttstað. Á laugardeginum var brunað í Bogann og deginum varið þar við að keppa, að móti loknu var fengið sér að borða á Lemon og brunað heim. Allir þreyttir og sælir," segir í færslu frjálsíþróttadeildar Hvatar en þar er hægt að sjá fleiri myndir úr ferðinni til Akureyrar.
Keppendur af Norðurlandi vestra frá USAH, Kormáki og UMSS voru einkar sigursælir en HÉR er hægt að skoða úrslit mótsins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.