Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson sækist eftir í 2. sæti á lista Framsóknar
“Ég hef í dag tilkynnt formanni stjórnar Kjördæmissambands framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi að ég gefi kost á mér í annað sætið á lista Framsóknarflokksins í komandi alþingiskosningum.
-Ég hef brennandi áhuga á að taka þátt í uppbyggingu íslensks samfélags með réttlæti, sanngirni og jafnrétti að leiðarljósi,” segir Sindri Sigurgeirsson bóndi í Bakkakoti í Stafholtstungum í tilkynningu sem hann sendi frá sér rétt í þessu. “Ég er sérstakur áhugamaður um sterka landsbyggð og eflingu sjávarútvegs og landbúnaðar og munu það verða helstu áherslumál mín.” Sindri segir að ný forusta Framsóknarflokksins, endurnýjun á framboðslistum og stefnumótun sem byggð er á heiðarleika og réttsýni, sýni að flokkurinn er reiðubúinn að takast á við þær miklu áskoranir sem fylgja uppbyggingarstarfinu framundan. Bjóði hann því fram krafta sína til að taka þátt í því.
/skessuhorn
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.