Siglufjarðarvegur lokaður
Víðast hvar er snjóþekja á vegum norðanlands og unnið að mokstri á helstu vegum. Éljagangur og skafrenningur víða, samkvæmt því sem kemur fram á vef Vegagerðarinnar. Þæfingur er í Blönduhlíð og á Siglufjarðarvegi sunnan Ketiláss.
Lokað er um Siglufjarðarveg í Almenningum en þar er óvissustig vegna snjóflóðahættu í gildi og sama óvissuástand er um veginn við Ólafsfjarðarmúla þrátt fyrir að veginum sé haldið opnum.
Veðurspá fyrir Strandir og Norðurland vestra
Norðvestan og norðan 8-15 og snjókoma með köflum, en dregur smám saman úr vindi og ofankomu á morgun. Frost 1 til 8 stig, en kólnar annað kvöld.
Veðurhorfur á landinu næstu daga
Á laugardag:
Austlæg átt 13-20 m/s og snjókoma með köflum um morguninn, en mun hægari A-lands. Lægir síðan og dregur úr ofankomu um landið S-vert, en áfram allhvöss norðaustanátt NV-til. Frost 1 til 10 stig.
Á sunnudag:
Norðlæg átt 8-15 og él, en yfirleitt þurrt S-lands. Dregur úr vindi og ofankomu þegar líður á daginn, en snýst í vaxandi austanátt um kvöldið. Hiti breytist lítið.
Á mánudag:
Suðaustan og austan stormur eða rok og snjókoma eða slydda um morguninn. Snýst síðan í suðvestanátt með éljum og dregur úr vindi á N- og A-landi. Hiti um og undir frostmarki.
Á þriðjudag:
Suðvestlæg eða breytileg átt og víða él, frost 1 til 8 stig.
Á miðvikudag:
Norðlæg átt og bjartviðri, en dálítil él N-lands. Kalt í veðri.
Á fimmtudag:
Útlit fyrir vestan- og norðvestanátt með éljum víða um land.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.