Sex í einangrun á Norðurlandi vestra

Mynd af Covid.is.
Mynd af Covid.is.

Baráttan við COVID-19 heldur áfram og heldur hefur staðan versnað síðust daga. Eftir að hafa verið laus við smit hér á Norðurlandi vestra á tímabili í október þá eru nú sex með smit og 46 í sóttkví á svæðinu samkvæmt tölum á covid.is. Engin landsvæði eru nú smitlaus en á landsvísu eru 996 í einangrun þegar þetta er ritað.

Í gær, fimmtudaginn 29. október, greindust 75 kórónuveirusmit innanlands en á spítala eru 64 sjúklingar veikir af COVID-19 og þar af fjórir á gjörgæslu. Tæplega 4800 manns hafa smitast af þessari veiru hér á Íslandi en blessunarlega hafa langflestir sloppið lifandi frá baráttunni.

Boðað hefur verið til blaðamanna­fund­ar klukk­an 13.00 í dag til þess að kynna reglu­gerð ríkis­stjórn­ar­inn­ar um frek­ari sótt­varnaaðgerðir vegna Covid-19-far­ald­urs­ins en fastlega er gert ráð fyrir hertari reglum. „Þetta snýr bara að því að tak­marka hópa sem mest. Snýst um fjar­lægðarmörk­in og snýst um sam­eig­in­lega snertifleti,“ er haft eftir Þórólf­i Guðnasyni sóttvarnarleiki. 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir