Sannkölluð jólastemning í Varmahlíðarskóla
feykir.is
Skagafjörður, Ljósmyndavefur
05.12.2012
kl. 11.52
Það var sannkallaður jólaandi yfir Varmahlíðarskóla í gær þegar blaðamaður Feykis leit þar við. Nemendur skólans voru rauðklæddir og margir hverjir með jólasveinahúfur eða annað sem minnti á jólin.
Þá fór fram árlegt jólaföndur og um leið hljómuðu jólalög um stofur og ganga skólans með tilheyrandi jólastemningu. Gangarnir ilmuðu einnig af piparkökum því þá var einnig haldin árlegri piparkökuhúsasamkeppni. Löng hefð er fyrir keppninni í skólanum og eru þá jafnan veittar viðurkenningar fyrir þrjú bestu húsin. Nánar verður fjallað um piparkökuhúsasamkeppnina í Feyki sem kemur út á morgun.
Hér eru svipmyndir frá jólastemningunni í Varmahlíðarskóla í gær.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.