Samstaða og Verkalýðsfélag Hrútfirðinga í eina sæng
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
23.10.2009
kl. 10.22
Aðalfundir Stéttarfélagsins Samstöðu og Verkalýðsfélags Hrútfirðinga samþykktu á yfirstandandi ári að sameina þessi tvö félög í eitt og verður stofnfundur hins nýja félags haldinn að Staðarflöt í Hrútafirði, laugardaginn 31. október n.k.
Stjórnir félaganna kusu sameiginlega undirbúningsnefnd í vor sem hefur unnið að samræmingu laga og reglugerða félaganna og leggur fram tillögur að nýjum lögum og reglugerðum á stofnfundi.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.