Samningi við Rafael rift
Samkomulag hefur náðst við Rafael Silva um að rifta samningi hans við körfuknattleiksdeild Tindastóls nú um áramótin og mun Sigríður Inga Viggósdóttir taka við stúlknaflokkunum
Á heimasíðu Tindastóls segir að þrátt fyrir aðlögun launa Rafaels að efnahagsástandinu í haust hefur enn sigið á ógæfuhliðina í gengismálum og nú er svo komið að nauðsynlegt er að skera niður allan aukakostnað í rekstri unglingaráðs. Rafael mun stjórna sínum liðum fram að jólafríi en halda á brott á milli jóla og nýárs. Unglingaráð þakkar Rafael fyrir samstarfið og óskar honum alls hins besta í framtíðinni.
Sigríður Inga Viggósdóttir hefur verið ráðin þjálfari stúlknaflokkanna sem Rafael stjórnaði áður. Um er að ræða minnibolta stúlkna, 8. flokk og 10. flokk. Sigríður er körfuknattleiksáhugamönnum að góðu kunn, hún er stúdent af félags- og íþróttafræðibraut og með diplómagráðu í körfuknattleiksþjálfun frá dönskum skóla. Unglingaráð býður Sigríði velkomna til starfa, en hún mun hefja þjálfun strax að afloknum jólafríi. Unnið er að launs málefna drengjaflokksins.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.