Sala hafin á dreifbýlistengingum

 

Gagnaveitan Skagafjarðar hefur nú hafið sölu á örbylgjutenginum á afmörkuðu svæði í dreifbýli Skagafjarðar. Um er að ræða Viðvíkursveit, norðanverðan Akrahrepp og austanvert Hegranes, en á því svæði eru samtals um 30 bæir.

Nú þegar hafa 10 aðilar pantað búnað og hluti af þeim er þegar kominn með netsamband. Í undirbúningi er að útvíkka þetta svæði og verður það nánar kynnt síðar. Alls hefur Gagnaveitan yfir að ráða notendabúnaði fyrir um 40 bæi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir