Saga Hvammstanga

Út er komið II bindi af sögu Hvammstanga 1938-1998. Höfundar eru Friðrik G. Olgeirsson og Steingrímur Steinþórsson. Í bókinni er fjallað um þann tíma sem Hvammstangahreppur var við lýði, allt frá stofnun sveitarfélagsins 1938 þar til öll sveitarfélög í Vestur-Húnavatnssýslu eru sameinuð 1998 og Húnaþing vestra verður til.

Á Hvammstanga er bókin  til sölu í Kaupfélagi Vestur-Húnvetninga og á skrifstofu Húnaþings vestra. Tilboðsverð er á bókinni til nk. áramóta kr. 4.990- en listaverð er kr. 5.990- Verð til þeirra sem skrifuðu sig fyrir áskrift II bindis er kr. 4.340- Í Reykjavík og á Akureyri er bókin til sölu í verslunum Eymundsson og bókaútgáfunni Skruddu.
Á sölustöðum á Hvammstanga er I bindi Sögu Hvammstanga til sölu á kr. 1.500-

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir