Rútuferð á þriðja leikinn
Stuðningsmenn Stólanna voru ánægðir með sína menn í gærkvöldi eftir að þeir lögðu Valsmenn í parket í Síkinu. Þriðji leikurinn í einvíginu um Íslandsmeistaratitilinn fer fram í Origo-höll Valsmanna nú á fimmtudagskvöldið og gengur víst vel að selja stuðningsmönnum Tindastóls miða á leikinn. Sveitarfélagið Skagafjörður mun bjóða upp á rútuferð í borgina og til baka.
Farið verður frá íþróttahúsinu á Sauðárkróki kl. 12:30 á fimmtudag og stefnan tekin á Ölver þar sem hitað verður upp fyrir leikinn. Mælst er til þess að 16 ára og yngri séu ekki án ábyrgðarmanna en allir farþegar eru á eigin ábyrgð. Tekið er á móti skráningum til kl. 20 miðvikudagskvöldið 11. maí. Hægt er að skrá sig hér >
Staðan í einvíginu er nú 1-1 og því morgunljóst að það þarf í það minnsta fjóra leiki til að skera úr um það hvort liðið hampar titlinum. Miðasala á fjórða leikinn, sem verður í Síkinu næstkomandi sunnudagskvöld, opnar á föstudaginn 13. maí á STUBB.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.