Rúnar Már valinn í landsliðshópinn á EM

Rúnar Már Sigurjónsson. Mynd: ruv.is.
Rúnar Már Sigurjónsson. Mynd: ruv.is.

Lars Lagerback og Heimir Hallgrímsson kynntu í dag landsliðshóp Íslands sem fer á EM í Frakklandi í sumar. Í hópnum er 25 ára gamall Skagfirðingur, Rúnar Már Sigurjónsson, sem leikur með liði Sundsvall í Svíþjóð.

Á vefnum 433.moi.is er haft eftir Lars að margir leikmenn hafi komið til greina en að Rúnar Már hafi orðið fyrir valinu. „Það voru sex leikmenn sem voru á varalistanum en það eru aðrir leikmenn sem geta keppt við Rúnar Má. Rúnar er með góða tækni og hann getur skorað mörk á miðjunni. Hann gefur góðar sendingar og hefur gert góða hluti með sínu liði og landsliðinu,“ segir Lars í viðtali á vefnum 433.moi.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir