Rúnar Már í heimsókn

Rúnar Már Sigurjónsson.
Rúnar Már Sigurjónsson.

Á morgun fimmtudag, ætlar Rúnar Már Sigurjónsson landsliðsmaður í fótbolta að mæta í Hús frítímans á Sauðárkróki og spjalla við knattspyrnuiðkendur Tindastóls um heima og geima. Rúnar Már gekk í raðir Grasshopper í Sviss í sumar en lék þar áður með sænska knatt­spyrnuliðinu Sundsvall frá árinu 2013. Á Mbl.is segir að brotthvarf Rúnars Más frá Sundsvall í sumar hafi verið stærsta ástæðan fyrir því að liðinu gekk illa á seinni hluta tímabilsins þar í landi en stjórnendur hafi ekki áttað sig á mikilvægi hans.

„Hann var gríðarlega mikilvægur fyrir okkur og áttuðum okkur sennilega ekki á því þá. Hann getur unnið leiki upp á sitt einsdæmi og er virkilega góður alhliða leikmaður,“ sagði Larsson við Fot­bollDirekt.se og Mbl.is hefur eftir.

Á heimasíðu Tindastóls eru allir hvattir til að mæta í Hús frítímans og heilsa upp á kappann. „Þetta er frábært tækifæri til að fá að hlýða á atvinnumann frá Sauðárkróki ræða um ferilinn, landsliðið og hvað þarf til að ná árangri sem fótboltamaður. Ef við erum heppin getur verið að hann fáist til að gefa eiginhandaráritanir og fleira,“ segir á Tindastóll.is.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir