Rúmlega 65 þúsund manns heimsóttu Byggðasafns Skagfirðinga á árinu

Glaumbær. Mynd af glaumbaer.is.
Glaumbær. Mynd af glaumbaer.is.

Í áramótakveðju Byggðasafns Skagfirðinga sem birt er á heimasíðu þess segir að starfsfólk hafi haft í nógu að snúast á líðandi ári enda gestafjöldinn aldrei verið meiri en safnið tók á móti 65.437 manns árinu. Fyrra metið var frá árinu 2016 en þá voru gestirnir 46.051.

„Gestir safnsins eru þeir sem heimsækja Glaumbæ og Víðimýrarkirkju, en gestir í Glaumbæ voru 59.509 manns og í Víðimýrarkirkju 5.928. Megin skýringu á þessum fjölda, fyrir utan almenna fjölgun ferðamanna, má rekja til lokunar safnsvæðisins umhverfis Glaumbæ á opnunartíma safnsins. Það var gert sumarið 2021 til þess að bæta aðgangsstýringu safngesta, og um leið að bæta upplifun safngesta af heimsókninni, hlífa gamla bænum við ágangi og bæta loftun hans með því að hafa opið í gegn. Það er ánægjulegt að geta greint frá því að þeim markmiðum hafi verið náð,“ segir í pistli safnstjóra, Berglindar Þorsteinsdóttur, en þar er fjölbreytt starfsemi safnsins tekin saman í annál ársins og margt forvitnilegt dregið fram í dagsljósið. Sjá nánar HÉR.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir