Rostungurinn á Hvammstanga

í fréttatilkynningu frá Selasetri Íslands og Náttúruminjasafni Íslands stendur:

„Selasetur Íslands og Náttúruminjasafn Íslands opna sýninguna ROSTUNGURINN – The Walrus á Selasetrinu, Hvammstanga, föstudaginn 20. maí kl. 16.

 

Sýningin fjallar um íslenska rostungsstofninn sem nýlega var uppgötvaður og lifði hér við land í nokkur þúsund ár en dó út við landnámið. Einnig er fjallað um nytjar af rostungum og þátt þeirra í menningu Íslendinga og annarra þjóða.

Opið hús verður frá kl. 15–17 og boðið upp á léttar veitingar.

 

Selasetrið er opið allt árið. Sýning ROSTUNGURINN –The Walrus stendur yfir fram á vor 2024.

Selasetur Íslands og Náttúruminjasafn Íslands“

/IÖF

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir