Rauðu djöflarnir getspakir
Uppskeruhátíð Getrauna Hvatar fór fram í síðustu viku á Pottinum og pönnunni að viðstöddum liðlega 20 manns. Eftir stutta tölu frá Ólafi Sigfúsi Benediktssyni fengu viðstaddir sér pizzur og drykki.
Að loknu pizzuáti fór fram verðlaunaafhending fyrir vorleik Hvatar en sigurvegarar Meistaradeildar urðu Rauðu djöflarnir með 66 stig en í öðru sæti urðu Pabbarnir77 með 62 stig og í því þriðja urðu Stubbarnir einnig með 62 stig.
Í Uefa-cup voru sigurvegarar Brekkustubbarnir með 61 stig, í öðru sæti varð Torres með 60 stig og í þriðja sæti varð T.H.F.C. í 1. deild með 59 stig. Jafnir í úrslitum bikarsins urðu lið Brekkustubbanna og Pabbar77 og þurfti því að kasta upp peningi til að fá út sigurvegara og unnu Pabbarnir hlutkestið. Fleiri verðlaun voru dregin út en verða ekki tíunduð hér.
Nú er nýr leikur hafinn og er um að gera að skrá sig og spila með. Nánari upplýsingar eru á heimasíðu Hvatar www.hvotfc.is.
/hvotfc.is
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.