Rakelarhátíðin vel sótt að vanda

Hin árlega Rakelarhátíð var haldin í Höfðaborg á Hofsósi síðast liðinn sunnudag. Það er Grunnskólinn austan Vatna á Hofsósi sem stendur fyrir hátíðinni, í minningu Rakelar Pálmadóttur sem lést af völdum reiðhjólaslyss árið 1988. Nær árlega síðan hefur hátíðin verið haldin og sjá nú grunnskólanemendur og starfsfólk um framkvæmd hennar.

Að vanda var boðið upp á metnaðarfull skemmtiatriði; Jóhann Bjarnason skólastjóri ávarpaði samkomuna og kom fram kom í máli hans að minningarsjóður Rakelar hefur nýlega styrkt bæði kaup á sófum í félagsaðstöðu nemenda og og endurnýjun á sjónvörpum fyrir skólann. Reynir Freyr Hauksson og Ófeigur Númi Halldórsson kynntu dagskrána.

Kristín S. Einarsdóttir flutti hátíðarræðu, grunnskólabörn léku og sungu fjölbreytt atriði og Rögnvaldur gáfaði og Summi úr Hvanndalsbræðrum léku nokkur lög. Að lokum ávarpaði Pálmi Rögnvaldsson samkomuna og færði þakkir frá fjölskyldunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir