Pottréttur og einfaldur og góður ís
Íris Sveinbjörnsdóttir hjúkrunarfræðingur og Eyþór Jónasson hestamaður, búsett við Iðutún á Sauðárkróki, voru matgæðingar vikunnar í 5. tölublaði Feykis árið 2017. „ Við ætlum að bjóða upp á pottrétt þar sem hægt er að nota annað hvort nautakjöt eða folaldakjöt og í eftirrétt mjög einfaldan og góðan ís,“ segja þau um uppskriftirnar sem þau bjóða lesendum Feykis upp á.
Aðalréttur
Pottréttur
Marinering miðað við 1 kg af kjöti:
4 eggjarauður
10 msk matarolía
4 tsk karrý
4 tsk kjötkraftur
1 tsk sykur
4 msk Worcestershiresause
Sósan:
4 msk sojasósa
4 msk kartöflumjöl
2 dl mjólk
½ l rjómi
Aðferð:
Kjötið skorið í gúllasbita og haft í marineringunni í a.m.k. þrjár klst. Best eftir því sem haft er lengur. Kjötið er brúnað á pönnu og hráefnunum í sósuna bætt við nema rjómanum. Leyft að malla í 20-25 mínútur. Rjómanum er síðan bætt við og leyft að malla í 10-15 mínútur. Gott að hafa hrísgjón og salat með.
Eftirréttur
Tobleroneís
5 dl rjómi
5 eggjarauður
5 eggjahvítur
2 msk sykur
400 g heslihnetu- og súkkulaðismjör frá Nusica eða Nutella
200 g Toblerone súkkulaði
1 hvítur marengsbotn
1 banani
60 g heslihnetur
Aðferð:
Rjóminn er þeyttur. Eggjarauður og 1 msk sykur þeytt saman, eggjahvítur og 1 msk sykur þeytt saman. Heslihnetu- og súkkulaðismjörið hitað þar til verður fljótandi. Tobleronið saxað niður og marengsbotninn brotinn niður.Öllu er blandað gróflega saman og sett í smelluform. Skilja aðeins eftir af súkkalaðismjörinu til skreytingar. Sett í frysti í minnst 5 klst. Skreytt með ristuðum hnetum, banana og súkkulaðismjörinu dreift yfir.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.