Trefjaplastbáturinn Agla ÁR 79 sjósettur - myndir
Þann 3. febrúar var sjósettur fyrsti báturinn sem smíðaður er hjá fyrirtækinu Mótun á Sauðárkróki. Um er að ræða trefjaplastbát af tegundinni Gáski 1180. Ber hann nafnið Agla ÁR 79 og er í eigu fyrirtækisins AAH ehf. sem hefur aðsetur í Reykjavík.
Að sögn Marteins Jónssonar, framkvæmdastjóra Mótunar, verður staðan tekin eftir þessa smíði á fyrsta bátnum frá Mótun og ákveðið hvert framhaldið verður. „Af ýmsum ástæðum tók framleiðslan lengri tíma en áætlað hafði verið, en við munum skoða framhaldið,“ sagði Marteinn í samtali við Feyki.
Fyrirtækið Mótun var stofnað á Sauðárkróki í ársbyrjun 2014, eftir nokkurra ára undirbúningsferli, og er það í eigu Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Kaupfélags Skagfirðinga og Skagafjarðarhraðlestarinnar. Samhliða var komið á laggirnar nýrri námsbraut við FNV, í því skyni að efla þekkingu á trefjaiðnaði á svæðinu.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.