Pétur Pan og Fyrsti kossinn áhugaverðustu leiksýningar ársins

Á myndinni má sjá Björn Inga ásamt Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaug Ómar Guðmundsson frá Leikfélagi Keflavíkur og Arnar Hrólfsson frá Leikflokki Húnaþings vestra. Mynd: leiklist.is
Á myndinni má sjá Björn Inga ásamt Brynju Ýr Júlíusdóttur og Guðlaug Ómar Guðmundsson frá Leikfélagi Keflavíkur og Arnar Hrólfsson frá Leikflokki Húnaþings vestra. Mynd: leiklist.is

Sýning Leikflokks Húnaþing vestra á Pétri Pan var valin sú áhugaverðasta á leiktímabilinu hjá áhugaleikfélagi innan Bandalags íslenskra leikfélaga, ásamt Fyrsta kossinum í uppsetningu Leikfélags Keflavíkur, en valið var tilkynnt á hátíðakvöldverði á aðalfundi BÍL í gærkvöldi.

Á heimasíðu bandalagsins segir að eftir tveggja ára stopp af völdum Covid hafi dómnefndin ákveðið að velja ekki bara eina heldur tvær leiksýningar. Björn Ingi Hilmarsson úr dómnefnd Þjóðleikhússins mætti á samkunduna og tilkynni valið. Leikfélögunum stendur til boða að sýna leikritin í Þjóðleikhúsinu fyrstu vikuna í júní.

Þetta er sérlega athyglisverður árangur hjá Leikflokki Húnaþings vestra þar sem aðeins eru þrjú ár liðin síðan þeim veittist þessi sami heiður með söngleikinn Hárið og var sýnt í Þjóðleikhúsinu í júní 2019.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir