Pétur Pan í Þjóðleikhúsinu
Um komandi helgi munu um 30 manns úr Húnaþingi vestra halda áleiðis til Reykjavíkur, nánar tiltekið í Þjóðleikhúsið en síðustu daga hefur hópurinn verið við æfingar í Félagsheimilinu Hvammstanga á barnaleikritinu Pétri Pan sem sýna á í Kassanum í Þjóðleikhúsinu næstu helgi.
Hefst ferðin á vettvangsferð um Þjóðleikhúsið á föstudagskvöld og verður svo byrjað snemma á laugardagsmorgun að setja upp leikmynd í Kassanum og æfingar í framhaldi af því.
Sýningar verða kl. 14:00 og kl. 17:00 á sunnudeginum 12. júní.
Þetta verður án efa skemmtilegur tími fyrir hópinn og þá sérstaklega þann krakkahóp sem að tekur þátt í verkefninu.
Enn eru miðar lausir á sýningarnar en þeim fer ört fækkandi. Hægt er að kaupa miða á https://leikhusid.is/syningar/petur-pan/
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.