Ósýnilega félagið með fyrirlestur á morgun

Gunnar Hersveinn rithöfundur og heimspekingur verður með fyrirlestur hjá Ósýnilega félaginu fimmtudaginn 5. febrúar kl. 16 í aðalbyggingu Hólaskóla - Háskólans á Hólum.

Yfirskrift lestursins er: Höfuðgildi Íslendinga fyrir og efir hrun

Gerir Gunnar í fyrirlestri sínum  grein fyrir helstu gildum sem Íslendingar hafa iðkað, segir frá þeim tíðaranda sem einkenndi útrásina á 21. öld og þeim gildum sem nú virðast eiga upp á pallborðið. Einnig segir hann frá því hvaða aðferðir stofnanir, fyrirtæki og einstaklingar geti notað til að setja sér gildi til framtíðar og efnir til umræðna eftir lesturinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir