„Ormurinn langi“ kominn með höfuð
feykir.is
Skagafjörður
13.06.2023
kl. 15.03
Natalía Tara, dóttir Maríönnu Cornette og Ísaks Sigurjónssonar, heldur hér á snákshöfðinu. Mynd af Facebook.
„Skemmtilegt verkefni fyrir krakka er að fara í gang við Faxatorgið,“ segir í innslagi Ingibjargar Huld Þórðardóttur á Facebook-síðunni Skín við sólu, en við torgið er komið snákshöfuð, málað á grjót, og markar upphaf grjótorms. Hugmyndin er að snákurinn lengist við hvern stein sem bætist við.
„Þetta er hún Steindís sem á eftir að lengjast og setja lit á bæinn. Krakkar eru hvattir til að mála steina í regnbogans litum og setja fyrir aftan höfuðið,“ skrifar Ingibjörg en það var Maríanna Cornette sem átti hugmyndina, málaði höfuðið og startaði verkefninu.
Gaman verður að sjá hve ormurinn „langi“ mælist í lok sumars.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.