Orgelið tekur á sig skýrari mynd
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
24.09.2009
kl. 10.09
Húni segir frá því að kirkjukór Blönduóskirkju mætti til æfingar í kirkjunni í gærkvöld. Tóku félagar í kórnum sér góðan tíma í að skoða hið nýja orgel sem verið er að setja upp og leyndi tilhlökkunin sér ekki hjá organistanum Sólveigu Sigríði.
Enn eru þó fjölmargar pípur sem eiga eftir að komast á sinn stað og verður hún og kórinn allur því að bíða eitthvað lengur. Vígsla á orgelinu er áætluð í nóvember.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.