Opnir fundir með Kristrúnu Frostadóttur
Kristrún Frostadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur verið á ferðinni um landið og heiðrar íbúa Norðurlands vestra í dag, reyndar í gær líka þar sem hún boðaði fund á Hvammstanga. Fyrsti fundur dagsins hefst klukkan 12 á hádegi á Harbour á Skagaströnd.
Í kvöld hefur Kristrún boðað fund í Samstöðusalnum á Blönduósi klukkan 17 og klukkan 20 verður hún á Kaffi Krók á Sauðárkróki.
Á morgun er ferðinni svo heitið á Siglufjörð þar sem fundur hefst klukkan 11 í sal Einingar-Iðju, klukkan 14 verður fundur í Höllinni á Ólafsfirði og áður en dfagurinn er úti verður fundur á Kaffihúsi Bakkabræðra á Dalvík.
„Ég kom bratt inn í pólitíkina fyrir síðustu kosningar og varði tímanum að mestu í Reykjavík. Nú ætla ég að heimsækja byggðarlög víða um land, hlusta á sjónarmið íbúanna og bjóða til samræðu um framtíðina,“ segir Kristrún sem vonast til að sjá sem flesta á fundunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.