Opið hús í TextílLabinu á Blönduósi

Næstu helgi 10. og 11. desember verður opið hús í TextílLabinu Textílmiðstöðvarinnar á Þverbraut 1 á Blönduósi þar sem boðið verður upp á námskeið.

Samkvæmt fréttatilkynningu frá Textílmiðstöðinni verður einnig hægt að vinna að eigin verkefnum í tækjum Labsins sem er, eins og segir í tilkynningunni, frábær leið til að búa til persónulegar jólagjafir.

Boðið verður upp á jólastemningu, kaffi og piparkökur og eru allir velkomnir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir