Opið hús í Nes Listamiðstöð á morgun

Nes Listamiðstöð á Skagaströnd verður með opið hús í vinnustofu sinni á morgun, kosningadag, milli klukkan 14 og 16. Einnig verða listamenn með stuttan listagjörning kirkjunni á staðnum.

Í tilkynningu frá miðstöðinni kemur fram að stór og fjölbreyttur hópur dvelji hjá NES í þessum mánuði sem vinni að list sinni. Meðal þeirra eru málarar, teiknarar, prentarar, ljósmyndarar, myndhöggvarar, listflytjendur, rithöfundar og skáld svo einhverjir eru nefndir.

Allir eru hvattir til að mæta og hitta athyglisverða listamenn í eigin persónu.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir