Opið hús hjá Nesi

Það verður opið hús hjá Nesi listamiðstöð á Annan í Hvítasunnu, mánudaginn 24. maí frá klukkan 14 til 16 að Fjörubraut 8, Skagaströnd. Fóllk er hvatt til að líta við og fræðast um það sem listamennirnir eru búnir að vera að fást við síðastliðin mánuð og mánuði.

Listamenn mánaðarins eru:

  • Mari Mathlin – myndlist – Finnland
  • Oona Gardner – skúlptúr – Bandaríkin
  • Katie Urban – blönduð tækni – Bandaríkin
  • Þorgrímur Þráinsson – rithöfundur – Ísland
  • Anne Marie Michaud – teikningar og skúlptúr – Kanada
  • Evelyn Rupschus – myndlist og ljósmyndun – Þýskaland
  • Steinunn Ketilsdóttir – dansari og danshöfundur – Ísland
  • Melody Woodnutt – skúlptúr, innsetningar og gjörningar – Ástralía

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir