Öflugur fundur bæjarstjórnar með atvinnulífinu á Blönduósi
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla
29.01.2009
kl. 11.50
Fjölmargir sóttu fund um stöðu atvinnulífsins á Blönduósi og fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu sem haldin var á Pottinum og pönnunni á þriðjudagskvöldið s.l.
Fundurinn var boðaður af bæjarstjórn Blönduóss og var rætt um fyrirhugaðar framkvæmdir á svæðinu auk þess sem ýmsir úr atvinnulífinu komu og sögðu frá því sem fram undan er. Farið var yfir það stoðkerfi sem fyrir hendi er og hvaða tækifæri og stuðningur standa atvinnulífinu til boða m.a. í gegnum SSNV atvinnuþróun og Svæðisvinnumiðlun. Var almennt látið vel af fundarefninu og því tækifæri að koma saman og ræða saman um það hvað er framundan á næstu mánuðum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.