Ófærð og óveður

Gular viðvaranir eru nú í gildi vegna hvassviðris og hríðar á Faxaflóa og á spásvæði Stranda og Norðurlands vestra en appelsínugul viðvörun er í gildi fyrir Breiðafjörð og Vestfirði. Í athugasemd veðurfræðings á Vedur.is segir að mikil lausamjöll sé víða um land og þarf lítinn vind til að skafrenningur valdi vandræðum á vegum víða um land.

Veðurstofa Íslands segir að norðaustan 15-25 m/s sé á Ströndum og Norðurlandi vestra, norðaustan hvassviðri eða stormur og hríð, hvassast til fjalla. Snjókoma og skafrenningur. Mjög takmarkað skyggni og slæmt ferðaveður.

Á vef Vegagerðarinnar kemur fram að vegurinn yfir Holtavörðuheiði sé lokaður og Brattabrekka ófær.

Ófært er á Þverárfjalli og þungfært á Siglufjarðarvegi. Hálkublettir og eitthvað um skafrenning er í Húnavatnssýslum en snjóþekja og éljagangur á Tröllaskaga og í kringum

Vegurinn um Öxnadalsheiði er lokaður og eins er um veginn um Víkurskarð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir