Nýtt verknámshús í smíðum við Blönduskóla
Í sumar hefur verið mikill gangur í byggingu verknámshúss við Blönduskóla en viðbyggingin er ein hæð og kjallari. Á heimasíðu Blönduóssbæjar kemur fram að nýja viðbyggingin tengist við ,,Gamla skóla“ og mun hýsa kennslustofur fyrir list- og verkgreinar á 1. hæð þ.e.a.s Heimilisfræði-, textíl-, smíða- og listnámsstofa en tæknirými og fleira er í kjallara.
„Viðbyggingin er kærkomin en hingað til hafa list- og verkgreinar verið kenndar í Blönduskóla og í Gamla kvennaskólanum, því er mikið ánægjuefni að öll kennsla muni fara fram á sama stað,“ segir í færslu sveitarfélagsins.
Húsið er uppsteypt, með Lett-Taks þakeiningum á þaki, og teiknað af Ágústi Hafsteinssyni, arkitekt hjá Form ráðgjöf ehf. Samhliða uppbyggingu hússins hefur verið unnið við frágang skólalóðarinnar og malbikað fyrir framan byggingarnar.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.