Nýtt stuðningslag Tindastóls
feykir.is
Skagafjörður, Íþróttir
27.12.2015
kl. 21.35
Nýtt stuðningslag Tindastóls var frumflutt á Styrktar- og skemmtikvöldi sem haldið var á Kaffi Krók á Sauðárkróki í gærkvöldi. Höfundur lagsins er Sigurpáll Þ. Aðalsteinsson, betur þekktur sem Siggi Doddi, og höfundur texta eru hjónin Kristín Magnúsdóttir og Siggi Doddi. Flytjandi lagsins er Voice stjarnan er Ellert Jóhannsson.
Til gamans má geta að leikmenn meistaraflokks karla syngja einnig í laginu. Lagið hefur verið birt á Youtube, nú er bara að hækka í botn og leggja textann á minnið fyrir næsta leik.
Áfram Tindastóll!
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.