Nýtið boðsmiðana!
Leikfélag Sauðárkróks er nú á lokametrunum með sýninguna Frá okkar fyrstu kynnum en sýning er í kvöld og sú síðasta annað kvöld. Mörg félög bjóða meðlimum sínum fría miða á sýninguna og er fólk eindregið hvatt til að nýta sér það. Ennþá eru nokkur sæti laus.
Um helgina sýndi félagið tvær sýningar hvorn daginn og skemmti fólk sér almennt vel. Sitt sýnist hverjum um búningaval á leikara en þeir eru í svörtum grunnbúningum og setja á sig skuplur, svuntur eða annað til að undirstrika það sem leikarinn ætlar að túlka. Þeir sem muna gömlu leikritin sakna þeirra glæsilegu búninga sem þá voru og leikmyndar sem undirstrikaði verkið. Í þeim stuttu glefsum sem dregin eru fram í Frá okkar fyrstu kynnum er það ekki mögulegt og því farin sú leið að nota sem minnst af leikmunum.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.