Nýr deildarstjóri ferðamáladeildar
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
24.05.2010
kl. 09.05
Kristina Tryselius hefur verið ráðin deildarstjóri ferðamáladeildar Hólaskóla frá og með 1. júní n.k. Alls bárust sjö umsóknir um stöðuna. Kristina lauk doktorsprófi í mannvistarlandfræði frá landa- og ferðamálafræðideild Háskólans í Karlstad í Svíþjóð með ritgerð sinni Rum i tilblivelse (Space in becoming).
Undanfarin ár hefur hún starfað við félags- og heilbrigðisdeild Háskólans í Karlstad við verkefnastjórnun. Árin 2007-2009 bjó Kristina ásamt fjölskyldu sinni á Hólum og var stundakennari við ferðamáladeild og við HÍ. Þá gekk hún í Kvenfélagið og lék með blakliðinu Krækjunum á Sauðárkróki. Kristina er að læra íslensku og gengur vel samkvæmt því sem segir á vef Hólaskóla.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.