Nýjungar í kennsluháttum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
08.12.2008
kl. 10.04
Nemendur í Íslensku 403 við FNV hafa á haustönn notið leiðsagnar í samvinnunámi í anda CLIM. Luku þeir áfanganum á verkefni um skáld þar sem eitt skáld var valið til ígrundunar í þeim tilgangi að tengja saman fortíð og nútíð.
Fengu nemendur það verk að staðsetja skáldið í samfélagi nútímans út frá heimildavinnu um bakgrunn og æviverk skáldsins. Fórst nemendum þetta vel úr hendi og skiluðu þeir fjölbreyttum verkefnum þar sem möguleikar í margmiðlunartækni fengu notið sín ásamt hefðbundinni handverkssköpun. Má þar nefna: glæsilegar glærusýningar og plaköt, ljóðalestur, tónlist og myndbandsviðtals við þekkta einstaklinga í bæjarlífi Sauðárkróks.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.