Nýja stúkan opnuð formlega á morgun og frítt á völlinn

Stúkan hefur sprottið upp síðustu daga og nú er verið að leggja lokahönd á verkið. MYND: SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR
Stúkan hefur sprottið upp síðustu daga og nú er verið að leggja lokahönd á verkið. MYND: SVEITARFÉLAGIÐ SKAGAFJÖRÐUR

Það verður gleði á Sauðárkróksvelli á morgun, laugardaginn 5. júní, en þá fer fram formleg opnun á nýrri áhorfendastúku við gervigrasvöllinn. Stúkan verður opnuð kl. 15:30 en kl. 16:00 hefst síðan leikur Tindastóls og Vals í Pepsi Max deild kvenna og í tilefni af stúkuopnuninn verður frítt á völlinn í boði knattspyrnudeildar Tindastóls.

Í frétt á vef Sveitarfélagsins Skagafjarðar kemur fram að áhorfendastúkan er gjöf frá Fisk Seafood og starfsfólki þess og er hin glæsilegasta. Stúkan rúmar 314 manns í sæti og er fullkomin viðbót við íþróttasvæðið á Sauðárkróki.

Athöfnin er öllum opin og er vonast til þess að sem flestir sjái sér fært að samgleðjast knattspyrnufólki á Króknum á þessum tímamótum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir