Ný stjórn Björgunarfélagsins Blöndu
Góð mæting var á aðalfund Björgunarfélagsins Blöndu á Blönduósi sem haldin var þann 6. apríl sl. Töluverðar breytingar urðu á stjórn á fundinum en Hjálmar Björn Guðmundsson, formaður, og Ólafur Sigfús Benediktsson, varaformaður, gáfu ekki kost á sér áfram í stjórn.
Á Facebooksíðu Blöndu er þeim þökkuð fyrir vel unninn störf sem formaður og varaformaður til margra ára, einnig var Bergi Líndal Guðmundssyni þökkuð góð störf en hann hafði látið af stöfum fyrr á árinu.
Ný stjórn Bf. Blöndu 2022 er svohljóðandi:
Þorgils Magnússon formaður.
Kristófer Kristjánsson gjaldkeri.
Arnar Freyr Ómarsson varaformaður.
Óli Valur Guðmundsson ritari.
Sigurður Rúnar Magnússon meðstjórnandi.
Árný Dögg Kristjánsdóttir varamaður í stjórn.
Ármann Óli Birgisson varamaður í stjórn.
Um leið og nýjum stjórnarmeðlimum eru boðnir velkomnir vill Bf. Blanda hvetja sem flesta að mæta á sýninguna Öxin, Agnes og Friðrik sem haldinn verður í Félagsheimilinu Blönduósi í kvöld en sú sýning er til styrktar Bf. Blöndu og Þingeyraklausturskirkju.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.