Norðanátt í kortunum
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
19.07.2010
kl. 08.23
Í dag má búast við hægri norðanátt og víða verður skýjað eða þokuloft við ströndina ef marka má spá Veðurstofunnar fyrir Norðurland vestra, en bjart ætti að vera inn til landsins. Víða léttskýjað á morgun. Hiti 8 til 20 stig, hlýjast í innsveitum.
- Veðurhorfur á landinu næstu daga
- Á þriðjudag:
- Hæg vestlæg eða breytileg átt og víða bjart í veðri, en skýjað með köflum á Suðurlandi og þurrt að kalla. Hiti 11 til 19 stig, hlýjast norðaustanlands.
- Á miðvikudag:
- Hæg suðvestlæg átt og þokuloft við vesturströndina en annars léttskýjað að mestu. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast norðan- og austanlands.
- Á fimmtudag:
- Suðvestlæg átt, 3-8 m/s og súld vestantil á landinu en annars bjartviðri. Hiti 10 til 18 stig, hlýjast austanlands.
- Á föstudag:
- Suðaustan 5-10 og skýjað en úrkomulítið suðvestantil, en annars mun hægari og bjartviðri. Hiti 10 til 20 stig, hlýjast NA-til.
- Á laugardag og sunnudag:
- Suðaustanátt og rigning S- og V-lands, en annars bjartviðri. Hiti 10 til 17 stig, hlýjast A-lands.
- Spá gerð: 18.07.2010 21:07. Gildir til: 25.07.2010 12:00.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.