Njótum töfra aðventunnar í heimabyggð
feykir.is
Austur-Húnavatnssýsla, Listir og menning
02.11.2021
kl. 08.28
Á heimasíðu Blönduósbæjar segir frá því að bærinn stefnir á að gefa út viðburðadagatal með dagskrá flestra þjónustuaðila, kirkjunnar, félaga, safna og skóla auk upplýsinga um tónleika, jólamarkaði og öðru því sem fylgir aðventunni.
Eru fyrirtæki, stofnanir, félög og einstaklingar sem standa fyrir viðburðum og þjónustu á aðventunni hvött til að senda inn upplýsingar en viðburðadagatalinu verður dreift á öll heimili og fyrirtæki á Blönduósi og sveitum í kring.
Upplýsingar um viðburði er hægt að senda á Kristínu Ingibjörgu, Menningar-, íþrótta- og tómstundafulltrúa Blönduósbæjar á netfangið: kristin@blonduos.is eða í síma 455-4703 í síðasta lagi þriðjudaginn 16. nóvember nk.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.