Níu starfsmenn hjá starfsstöð Héraðsskjalasafnsins

Héraðsskjalasafn Skagfirðinga réð á dögunum þrjá starfsmenn til verkefna sem unnin eru fyrir Þjóðskjalasafn Íslands af Héraðsskjalasafni Skagfirðinga.

Alls vinna nú níu starfsmenn að tveimur verkefnum í starfsstöð Héraðsskjalasafnsins að Borgarmýri á Sauðárkróki.

Annars vegar er unnið að skráningu skjalasafna sýslumanna og hins vegar innslætti á manntölum. Reynslan af þessari starfsemi hefur verið afar góð. Þjóðskjalasafnið nýtur góðs af verkefninu og á sama hátt er þessi vinnustaður mjög mikilvægur fyrir Skagafjörð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir