Nethrappar láta til sín taka

Í tilkynningu frá Lögreglunni á Norðurlandi vestra segir að athygli lögreglunnar hafi verið vakin á því að svikahrina sé í gangi á samfélagsmiðlum þar sem óskað er eftir skjáskoti (screenshot) af öryggiskóða. Sé skjáskotið sent á viðkomandi virðist vera sem viðkomandi nái yfirhönd yfir samfélagsmiðlum viðkomandi.

„Við óskum eftir því að þeir sem hafi lent í slíkum tilraunum setji sig í samband við okkur og sendi okkur skjáskot af samskiptunum í tölvupósti á netfangið nordurland.vestra@logreglan.is,“ segir í tilkynningunni.

Fyrr í vikunni stóð Lögreglan á Norðurlandi vestra fyrir kynningu fyrir eldri borgara og aðra áhugasama á netsvindli sem virðist sífellt færast í aukana.

Verum vör um okkur á netinu – hugsum okkur tvisvar um áður en við gerum það sem netið biður um.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.

Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.

Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir