Nemendur læra um fortamningar
feykir.is
Skagafjörður, Hestar
13.05.2009
kl. 09.24
Í síðustu viku fóru fram við Háskólann á Hólum fortamningar á tryppum á aldrinum eins til þriggja vetra. Umsjónarmaður námskeiðsins var Þórir Ísólfsson.
Tilgangur fortamninga er fyrst og fremst undirbúningur fyrir hina eiginlegu frumtamningu og er mest áhersla lögð á að byggja upp jákvætt viðhorf hjá tryppunum gagnvart manninum og jákvæða svörun við nokkrum grunnatriðum. Ef við yfirfærum það yfir á okkur mannfólkið þá má segja að fortamningarnar séu eins og leikskóli, sem má hvorki vera of strangur eða erfiður svo ekki skapist neikvætt viðhorf varðandi framhaldið
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.