Nemendur FNV í Blönduvirkjun
feykir.is
Skagafjörður, Austur-Húnavatnssýsla, Vestur-Húnavatnssýsla
13.05.2009
kl. 09.42
Undir lok vorannar héldu nemendur verknáms við FNV í náms- og kynnisferð upp í Blönduvirkjun. Það var tekið á móti nemendum í starfsmannahúsi virkjunarinnar þar sem nemendur þáðu glæsilegar veitingar.
Eftir veitingarnar var útskýrt fyrir nemendum uppbygging Blönduvirkjunar og vinnuferli. Síðan var stöðvarhúsið, spennuvirkið og verkstæðið skoðað. Þá var keyrt niður í vélasal Blönduvirkjunar sem er 800 m inn í fjallið og 230 m niður í jörðina.
Eftir stórkostlega skoðun á vélbúnaði og öðru sem honum tilheyrir var farið upp á yfirborðið aftur. Nemendur vilja koma á framfæri bestu þökkum til starfsmanna Blönduvirkjunar fyrir frábæra heimsókn.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá.
Feykir áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg.
Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.